Problem G
Skotleikur
Languages
en
is

Elvar hefur verið að spila nýja skotleikinn sem allir eru að spila; Medal of Valor: Contemporary Tactics 2.
Elvar er loksins búinn að spila nógu lengi til að opna aðgang að uppáhalds byssunni sinni, en þegar hann fer að nota hana þá tekur hann eftir því að hún er ekkert sérstaklega góð, og aðrir spilarar ná alltaf drápinu á þeim sem Elvar hefur verið að skjóta á.
Þess vegna hefur Elvar verið mjög hugsi um hvað hann sé í raun með mörg dráp, og margar aðstoðir, þegar maður hefur verið að skjóta á einhvern en liðsfélagi nær drápinu, á þessum tíma sem hann hefur verið að nota þessa byssu.
Vandamálið er að í MoV: CT2 þá er einungis sýnt hversu mörg stig þú ert með, þar sem hvert dráp gefur $a$ stig, og hver aðstoð gefur $b$ stig.
Þig langar að hjálpa Elvari með því að skrifa forrit, sem tekur við heildarfjölda stiga $K$ sem Elvar náði í leik, hversu mörg stig hvert dráp gefur og hversu mörg stig hver aðstoð gefur, og reiknar út allar samsetningar af drápum og aðstoðum sem gefa Elvari $K$ stig í heildina.
Gert er ráð fyrir því að Elvar hefur verið að nota uppáhalds byssuna sína allann leikinn.
Inntak
Fyrsta línan í inntakinu inniheldur eina heiltölu $K$, heildarfjölda stiga sem Elvar náði í leiknum. Önnur línan í inntakinu inniheldur eina heiltölu $a$, fjöldi stiga sem hvert dráp gefur manni. Þriðja og síðasta línan í inntakinu inniheldur eina heiltölu $b$, fjöldi stiga sem hver aðstoð gefur manni.
Úttak
Skrifið út $N$, heildarfjölda samsetninga drápa og aðstoða sem gæfu Elvari $K$ stig í heildina. Eftir það, þá skal skrifa út allar $N$ samsetningarnar. Hver samsetning samanstendur af tveimur heiltölum $x_ i$, $y_ i$, sem táknar fjölda drápa fyrir samsetningu númer $i$, og $y_ i$ táknar fjölda aðstoða fyrir samsetningu númer $i$, þar sem $1 \leq i \leq N$, og skal skrifa þær út aðskilnar með bili.
Röðin á samsetningunum skiptir ekki máli.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
30 |
$a = 100$, $b = 50$, $0 \leq K \leq 1\, 000$ |
2 |
40 |
$1 \leq a, b \leq 1\, 000$, $0 \leq \frac{K}{a} \leq 500$, $0 \leq \frac{K}{b} \leq 500$ |
3 |
30 |
$1 \leq a, b \leq 1\, 000$, $0 \leq \frac{K}{a} \leq 10^5$, $0 \leq \frac{K}{b} \leq 10^5$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
150 100 50 |
2 0 3 1 1 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
10 10 5 |
2 0 2 1 0 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
0 100 50 |
1 0 0 |